TeleMed

Leiðbeiningar fyrir fjarviðtöl

Leiðbeiningar þessar fara yfir algeng vandamál og virkni fyrir fjarviðtöl í Heilbrigði.is/TeleMed.

Leyfa aðgang að myndavél og hjóðnema

TeleMed Leiðbeiningar

Ef þú lendir í vandræðum með að fá mynd eða hljóð til að virka í TeleMed er gott að fylgja þessum leiðbeiningum.

Best að nota Chrome og Safari

Á Android og Windows tækjum er best er að nota vafrann Chrome fyrir fjarviðtöl. Ef þú ert ekki með Chrome uppsettan á tölvunni er hægt að sækja hann hér: Sækja Chrome

Ef þú ert með iOS (iPhone eða iPad) er hægt að nota Safari eða Chrome. Leiðbeiningarnar að neðan miðast við Chrome vafra. Fyrir iOS fylgið leiðbeiningunum "iOS: Að leyfa aðgang að myndavél og hljóðnema"

Vafrinn óskar um heimild

Þegar fjarviðtal er opnað óskar vafrinn um aðgang að hljóðnema og myndavél. Smella þarf á "Allow" til að leyfa vafranum og tengast myndavélinni og hljóðnemanum.

Ef vafri bað ekki um heimild

Ef valmöguleiki til heimila aðgang að hljóðnema opnast ekki sjálfkrafa er hægt að smella á lásinn við vefslóðina
Þar ætti að vera hægt að breyta stillingum fyrir bæði myndavél og hljóðnema. Passa þarf að bæði tæki séu stillt á "Allow"

Ef ekkert af ofangreindu virkar

Ef stillingar fyrir myndavél og hljóðnema koma ekki fram er hægt að fara í "Site Settings"
Þar er hægt að heimla aðgang að hljóðnema með því að stilla á "Allow" fyrir bæði tækin. Nú ætti að vera unnt að nota myndavélina og hljóðneman út tækinu þínu í viðtalinu.
Því næst má loka stillingunum

iOS: Að leyfa aðgang að myndavél og hljóðnema

iOS: að leyfa aðgang að myndavél og hljóðnema

Til að myndavél og hljóðnemi virki í fjarviðtölum á iOS þarf að passa að stýrikerfið heimili aðgang að þessum jaðartækjum. Leiðbeiningar þessar sýna hvernig megi heimila aðgang að þessum jaðartækjum fyrir bæði Chrome og Safari

Safari

Til að hægt sé að nota myndavélina og hljóðnema í fjarviðtali þarf að heimila aðgang að myndavélinni og hljóðnemanum í stýrkerfinu. Þetta er gert í Settings. Byrjað er á að fara í "Settings" forritið í iOS með því að ýta á settings táknmyndina
Ef þú vilt heimila aðgang að myndavél og hljóðnema í Safari er táknmyndin fyrir Safari valin í Settings forritinu og "Camera" og "Microphone" valið
Undir "Camera" valmyndinni þarf að velja "Ask" eða "Allow"
Undir "Microphone" þarf að velja "Ask" eða "Allow"

Chrome

Til að heimila aðgang að myndavél í Chrome þarf að velja Chrome táknmyndina í "Settings" forritinu og passa að takkarnir fyrir "Camera" og "Microphone" séu grænir

Að slökkva/kveikja á hljóðnema

Hægt er að slökkva og kveikja á hljoðnemanum í viðtalinu.

Einfalt mál er að slökkva og kveikja á hljóðnema í miðju viðtali. Það er gert með því að smella á hljóðnematakkan neðst í glugganum

Þegar slökkt er á hljóðinu er takkinn grár. Til að kveikja á hljóðinu aftur er nóg að smella á takkann aftur og þá verður takkinn aftur hvítur. Ef takkinn er grár og ekki unnt að gera hann hvítan með því að smella á hann eru tværi mögulegar skýringar.

1) Vafrinn hefur ekki heimild til að tengjast hljóðnemanum. Þá þarf að leyfa aðgang að hljóðnemanum með því að fylgja þeim kafla leiðbeininganna

2) Enginn hljóðnemi er tengdur við tækið þitt

Að slökkva/kveikja á myndavél

Hægt er að slökkva og kveikja á myndavélinni í viðtalinu.

Hægt er að slökkva tímabundið á myndavélinni í miðju viðtali með því að smella á myndavélatakkan neðst hægra megin í glugganum.

Þegar slökkt hefur verið á myndavélinni verður hverfur streymið úr myndavélinni þinni af skjánum og í stað þess kemur grár bakgrunnur. Takkinn fyrir myndavélinni verður jafnframt grár á litinn þegar slökkt er á myndavélinni. Til að kveikja á myndavélinni aftur þarf einfaldlega að smella á gráa takkanna aftur þannig að hann verði hvítur. Ef takkin verður ekki hvítur við það að smella á hann kemur tvennt til greina:

1) Eftir er að heimila aðgang að myndavélinni gegnum vafran. Til að heimila aðgang þarf að fylgja kaflanum um að leyfa aðgang að myndavél í leiðbeiningum þessum

2) Engin myndavél er tengd við tækið þitt.

Að velja hljóðnema

Að velja hljóðnema

Hægt er að velja hvaða hljóðnema nota skal í viðtalinu

Til að velja hljóðnema er smellt á píluna sem er við hljóðnematakkann.
Þá birtist valmynd með þeim hljóðnemum sem tengdir eru við tölvuna eða snjalltækið. Veljið þann hljóðnema sem þið viljið nota í viðtalinu
Í hverri línu er súla sem sýnir styrkleika þeirra hljóða sem hver hljóðnema nemur. Þetta má nota til að átta sig á því hvaða hljóðnema er best að velja.
Grænt hak birtist við þann hljóðnema eða inngang sem valinn er hverju sinni.

Að velja myndavél

Að velja myndavél

Ef fleiri en ein myndavél er tengd við tækið þitt er hægt að velja hvaða myndavél er notuð í viðtalinu.

Smelltu á píluna við myndavílatakkan neðst á skjánum
Þá birtist valmynd með þeim myndavélum sem tengdar eru við tækið þitt. Valmyndin sýnir það sem birtist í hverri myndavél fyrir sig. Með því að smella á myndina velurðu þá myndavél fyrir viðtalið

Að velja hátalara

Að velja hátalara

Hægt er að velja hátalara/útgang sem hljóðið í viðtalinu heyrist í.

Til að velja hátalara eða útgang sem hljóð á að heyrast í er smellt á píluna sem er við hljóðnematakkann.
Næst er valinn sá útgangur sem hljóðið á að heyrast úr.
Hægt er að spila prufuhljóð í hverjum útgang með því að smella á takkann "Test". Þetta er hægt að nota til að átta sig á því til hvaða hátalar eða heyrnatól hver útgangur svarar.
Grænt merki kemur við þann útgang sem valinn er hverju sinni.