Recently in Staða Category

Innleiðing PMO í Domus Medica

Gleðilegt ár og takk fyrir samstarfið á árinu sem var að líða.  Nú er innleiðing Profdoc Medical Office í Domus Medica á lokametrunum.  Óhætt er að segja að notkun kerfisins sé komin á fullt skrið.  Alls eru komnar yfir 280.000 sjúkraskrárnótur í gagnagrunninn.  Þar af voru 266.517 nótur innfluttar úr öðrum kerfum.  Á rúmlega hálfu ára hafa því verið skráðar rúmlega 17.000 nýjar nótur.  Í kerfið hafa verið gerðar yfir 95.000 bókanir og tæplega 30.000 reikningar verið búnir til.  Einnig hafa verið gerðir rúmlega 7.000 lyfseðlar.  Í dag eru um 50 læknar komnir með aðgang að kerfinu auk móttökuritara og læknaritara.  Á þessum tíma hafa ekki komið upp neinar alvarleg atvik eða villur í PMO kerfisinu sjálfu.  Nær öll vandamál hafa snúið að tölvubúnaðinum sjálfum s.s. prenturum eða byrjunarörðugleika notenda.  Miðað við umfang notkunar kerfisins erum við mjög ánægðir með þennan árangur og þá ekki síður með góðar móttökur og jákvæðni og þolinmæði ykkar.