Heim » Aðstoð » Nýtt í PMO 2.1 »

Síun Skráningar í tímaröð úr hvaða einingu sem er með "Senda hlekk til"

Í tímaröð eru allar færslur í sjúkraskránni birtar í tímaröð. Með tímanum verðu þetta því ansi stór listi þar sem öllu ægir saman. Í tímaröð hefur verið og er hægt að sía færslunar m.t.t. allra breyta, t.d. dagsetningu, tegund skjals og hvaða samsetningu breyta sem notandinn kýs.

Með þeirri viðbót sem nú er komin er hinsvegar hægt að framkvæma síunina áður en farið er inn í Í tímaröð úr þeirri einingu þar sem verið er að vinna, eins og t.d. stofunótum, lyfseðlum eða hvar sem er annarsstaðar. Með þessu er á fljótlegan hátt hægt að fá strax yfirlit yfir allt sem gert var undir þeirri eða þeim dagsetningum sem eru til skoðunar í viðkomandi einingu. T.d. ef verið er að skoða eða finna lyfjáávísanir á tilteknu tímabili þá er hægt að finna allar aðrar færslur fyrir sömu dagsetningar án þess að þurfa að far yfir í Í tímaröð og sortera þær þar.

Hægt er hvaðan sem er úr sjúkraskránni að sía tímabil Skránignar í tímaröð, hvort sem það er lyfseðill, stofunóta, skjal, mynd, eða sjúkdómsgreiningu, reyndar allt sem hægt er að skrá í sjúkraskránni.

Síað eftir einni dagsetningu/færslu

Hægrismellt er á þann lið sem sía á eftir og valið Senda hlekk til og þar undir Chronological records. Þá opnast sjálfkrafa Skráningar í tímaröð, síðað eftir dagsetningunni á þeirri færslu sem þú valdir og birtast allar skráningar sem framkvæmdar voru þann daginn.

Einn liður valinn til síunar

Síað eftir tímabili

Tímabilið er einfaldlega valið með því haka lengst til vinstri við fyrstu og síðustu færslu þess tímabils sem sía á eftir (sjá rauð hök á mynd hér f. neðan).

Svo er einfaldlega valið eins og áður Senda hlekk til» Chronological records. Þá opnast sjálfkrafa Skráningar í tímaröð, síað eftir tímabilinu sem þú valdir og birtast allar skráningar sem framkvæmdar voru á tímabilinu.

Tímabil valið til síunar