Heim » Aðstoð » Nýtt í PMO 2.1 »

Að fela innihald valdra eininga í "Skráning í tímaröð"

Eftir því sem gögn um sjúkling hlaðast upp getur magn þeirra orðið svolítit yfirþyrmandi í yfirlitinu íSkráningar í tímaröð einkum þar sem innihald hverrar færslu, t.d. stofunótna, eru birtar í listanum. Haft skal í huga að hver eining PMO hefur sitt eigið yfirlit sem er einfaldara og í þeim öllum er hægt að sortera gögnin (t.d lyfseðlar, stofunótur, mælingar o.s.fr.) Skráningar í tímaröð er hugsað sem viðbótaryfirlit til skoðunar á mismunandi gögnum í samhengi hvor við önnur og þar hefur verið og er hægt að sortera þau á alla mögulega vegu. Nú hefur hins vegar verið bætt við þeim möguleika að fela innihald tiltekinna eininga og þar með minnka umfang listans. Þetta er gert með því að fara í Stilingar efst í glugga Skráningar í tímaröð. Neðst í stillingunum er listi yfir einingarnar í kerfinu undir Hide content:. Þar er hægt að haka við þær einingar hvers innihald á að fela. Síðan er á sama hátt með því að afhaka hægt að láta þær birtast aftur.

Stillingar á birtingu eininga í tímaröð

Í staðinn fyrir innihaldið kemur hlekkur sem stendur á more...

Dæmi þar sem innihald stofunóta hefur verið falið