Leiðbeiningar um lágmarksskráningu í PMO

Fyrirmæli Landlæknis um lágmarksskráningu á læknastofum

Með staðfestingu heilbrigðisráðherra þann 7. ágúst 2008 á tilmælum landlæknis um lágmarksskráningu á heilsugæslustöðvum og læknastofum og birtingu því til staðfestingar í B-deild stjórnartíðinda þann 28. sama mánaðar, þá hafa tilmælin hlotið ígild reglugerðar með tilsvísan í lög nr. 41/2007 um landlækni. Þar með eru tilmælin orðin að fyrirmælum og læknum skylt að uppfylla tilgreinda lágmarksskráningu. Þá er skylt að skila til landlæknis þessum upplýsingum þegar eftir þeim er kallað, en Landlæknisembættið áætlar að læknar skili inn gögnum í byrjun hvers árs fyrir árið sem leið.

Skræða hefur byggt inn í PMO möguleika á skráningu á öllum þeim atriðum sem landlæknir hefur tilgreint að falli undir lágmarksskráningu. Lang flest af þessum atriðum skrást sjálfkrafa við það eitt að sjúklingurinn er bókaður í kerfið en 7 atriði þarf að skrá sérstaklega, en skráning lang flestra þeirra falla undir það sem teljast verður eðlilegar og nauðsynlegar færslur við afgreiðslu sjúklinga.

PMO býður upp á skýrslugerð vegna þessara skila til landlæknis. Í ár mun Skræða útbúa skýrslur fyrir lækna Domus Medica að kostnaðarlausu fyrir þau gögn sem þeir hafa skráð í PMO á árinu 2008, en fljótlega mun verða sett upp einfalt skýrslugerðarviðmót sem hver og einn læknir eða læknastofa getur sjálf notað til að gera sína skýrslu. Bent skal á að Skræða telur sig ekki hafa umboð til að senda landlækni skýrslur nema að læknar fari sérstaklega fram á það.

Þá hefur Skræða útbúið aðgengilegar leiðbeiningar á heimasíðu sinni (www.sjukraskra.is) hvar og hvernig við daglega notkun PMO maður skráir þau atriði sem kveðið er á um í fyrirmælum landlæknis.

Leiðbeiningar (smellið hér)

Ný útgáfa af PMO!

Um helgina fór fram uppfærsla á PMO sjúkraskrárkerfinu í útgáfu 2.1.  Þessi útgáfa felur í sér ýmsar nýjungar:
  • Birting afsláttarflokka sjúklings í reikningsgerðinni  
  • Persónulega flýtilista fyrir uppáhalds gjaldskrárliði
  • Hægt að breyta handvirkt hluta sjúklings vilji menn t.d. gefa persónulegan afslátt
  • Skoðun margra ljósmynda í einu á skjánum
  • Stilling á skjölum þannig að fyrsta viðhengi birtist alltaf við opnun skjals
  • Nýjir möguleikar til að sía upplýsingar í "Skráningar í tímaröð"
Hérna er pdf skjal með leiðbeiningum um hvernig á að nota þessa nýju eiginleika kerfisins:
Nýtt í PMO 2.1.pdf 
Einnig er hægt að nálgast leiðbeiningar hérna á vefnum:
Nýtt í PMO 2.1

PMO Fréttir

Ég vil benda á nokkrar nýlegar viðbætur og uppfærslur í PMO.
 
Nú er hægt að senda sjúklinga í tauga- og vöðvarafrit innanhús í Domus Medica til Marino P. Hafsteins með nýju þar til gerðu eyðublaði sem bætt hefur verið í kerfið.  Einnig er komið eyðublað fyrir innlagnarbeiðni á þvagfæraskurðdeild LSH.
 
Enskri útgágu NOMESCO NCSP flokkunar aðferða og aðgerða í skurðlækningum hefur verið bætt við aðgerðaskráningarnar.
 
Sérlyfjaskráin hefur verið uppfærð í nýjustu útgáfuna fyrir Janúar 2009.

Innleiðing PMO í Domus Medica

Gleðilegt ár og takk fyrir samstarfið á árinu sem var að líða.  Nú er innleiðing Profdoc Medical Office í Domus Medica á lokametrunum.  Óhætt er að segja að notkun kerfisins sé komin á fullt skrið.  Alls eru komnar yfir 280.000 sjúkraskrárnótur í gagnagrunninn.  Þar af voru 266.517 nótur innfluttar úr öðrum kerfum.  Á rúmlega hálfu ára hafa því verið skráðar rúmlega 17.000 nýjar nótur.  Í kerfið hafa verið gerðar yfir 95.000 bókanir og tæplega 30.000 reikningar verið búnir til.  Einnig hafa verið gerðir rúmlega 7.000 lyfseðlar.  Í dag eru um 50 læknar komnir með aðgang að kerfinu auk móttökuritara og læknaritara.  Á þessum tíma hafa ekki komið upp neinar alvarleg atvik eða villur í PMO kerfisinu sjálfu.  Nær öll vandamál hafa snúið að tölvubúnaðinum sjálfum s.s. prenturum eða byrjunarörðugleika notenda.  Miðað við umfang notkunar kerfisins erum við mjög ánægðir með þennan árangur og þá ekki síður með góðar móttökur og jákvæðni og þolinmæði ykkar.