Heim » Um Skræðu »

Þjónusta og ráðgjöf

Áður en ráðist er í uppsetningu sjúkraskrárkerfa er mikilvægt að greina þarfir m.t.t. öryggis, aðgengis vs. aðskilnaðs gagna, ekki hvað síst m.t.t. samnýtingar sjúkraskýrslna og skýrslugerðar fyrir einstaka deildar eða einingar. Skræða veitir þjónustu og býður frumúttekt á þessum atriðum áður en til ákvörðunar um upptöku og kaup á kerfinu kemur. Til hliðsjónar er fyrst og fremst haft öryggi gagnanna og verndun persónuupplýsinga til jafnvægis við hagsmuni heilbrigðisstarfsmanna og að upplýsingar sjúklinga séu aðgengilegar þegar þeirra er þörf.

Skræða býður heildstæða kerfis- og hugbúnaðarþjónustu til uppsetningar og reksturs tölvu- og hugbúnaðarkerfa fyrir heilbrigðisþjónustuaðila, en einnig ráðleggingar um val á vélbúnaði, tengingum, netuppsetningum o. fl. og leitar hagstæðustu tilboða sé þess óskað.

Trygging á öryggi gagna með öryggisafritunum, aðgangsstýringum, uppsetningu eldveggja og aðskilnaði/tengingum tölvunetskerfa samkvæmt hæstu kröfum og viðurkenndum öryggistöðlum, eru hluti af þeirri þjónustu sem Skræða veitir.

Fyrir PMO býður Skræða upp á, auk uppsetningu hugbúnaðarins, frekari þróun og sérsniðnar lausnir og tengingar við önnur hugbúnaðarkerfi og tæki.