Heim » Um Skræðu »

Um Skræðu

Profdoc Ísland

Skræða er umboðsaðili Profdoc á Íslandi. Skræða er íslenskt fyrirtæki sem var stofnað árið 2007. Skræða hefur séð um þýðingu og aðlögun Profdoc Medical Office að íslenskum aðstæðum. Skræða annast uppsetningu, aðlögun, umsjón og rekstur Profdoc kerfa á Íslandi.

Heimasíða Profdoc:http://www.profdoc.com/

Þjónusta og ráðgjöf

Skræða býður heildstæða kerfis- og hugbúnaðarþjónustu til uppsetningar og reksturs tölvu- og hugbúnaðarkerfa fyrir þjónustuaðila í heilbrigðiskerfinu.

Stuðningsþjónusta

Skræða hefur það að markmiði að veita hraða og lipra þjónustu með það að leiðarljósi að halda uppitíma kerfa í hámarki allt samkvæmt kröfum viðskiptavina.

Stuðningsþjónusta er bæði um síma, með tölvupóstum og í gegnum heimsíðu fyrirtækisins. Verði notkun PMO viðtæk kemur til greina að stofna notenda- og umræðuhópa á lokuðum vefsíðum með aðgengi að spurningum og svörum og tækifærum á að koma fram athugasemdum sem haft geta áhif á framgang og forgangsröðun við þróun hugbúnaðarins.

Kennsla

Til viðbótar aðgengilegum leiðbeiningum á netinu, þ.m.t. myndböndum (á íslensku) sem leiða notendur í gegnum notkun kerfisins þegar og á þeim hraða sem þeim hentar, þá eru starfsmenn Skræðu ávallt tilbúnir að sinna kennslu á PMO, hvort sem er fyrir einstaklinga eða hópa og að svara spurningum notenda.