Innleiðing PMO í Domus Medica

Gleðilegt ár og takk fyrir samstarfið á árinu sem var að líða.  Nú er innleiðing Profdoc Medical Office í Domus Medica á lokametrunum.  Óhætt er að segja að notkun kerfisins sé komin á fullt skrið.  Alls eru komnar yfir 280.000 sjúkraskrárnótur í gagnagrunninn.  Þar af voru 266.517 nótur innfluttar úr öðrum kerfum.  Á rúmlega hálfu ára hafa því verið skráðar rúmlega 17.000 nýjar nótur.  Í kerfið hafa verið gerðar yfir 95.000 bókanir og tæplega 30.000 reikningar verið búnir til.  Einnig hafa verið gerðir rúmlega 7.000 lyfseðlar.  Í dag eru um 50 læknar komnir með aðgang að kerfinu auk móttökuritara og læknaritara.  Á þessum tíma hafa ekki komið upp neinar alvarleg atvik eða villur í PMO kerfisinu sjálfu.  Nær öll vandamál hafa snúið að tölvubúnaðinum sjálfum s.s. prenturum eða byrjunarörðugleika notenda.  Miðað við umfang notkunar kerfisins erum við mjög ánægðir með þennan árangur og þá ekki síður með góðar móttökur og jákvæðni og þolinmæði ykkar.
Untitled Document

Nýlega höfum við bætt eftirfarandi eyðublöðum í  kerfið: 
  
LSH Almenn blóðrannsókn Fossvogi með gigtarprófum 
LSH Almenn blóðrannsókn Hringbraut 
LSH Blóðvatnspruga vega veirusjúkdóma 
LSH Blóðvatnsrannsóknir 
LSH Erfðarannsóknir 
LSH Eyðni og lifrabólgupróf 
LSH Heilarit 
LSH Litningarannsókn 
LSH Ónæmis og ofnæmispróf (RAST) 
LSH Ónæmispróf fyrir gigtar- og sjálfsónæmissjúklinga 
LSH Rannsóknarbeiðni Myngrþj. 
LSH Rannsóknarstofa í meltingafærum 
LSH Sýklarannsókn 
LSH Veiruræktun o/e veiruleit 
LSH vöðva og taugarit 
LSH Vökvarannsóknir 
LSH Þvagfærarannsókn 
TR Umönnunarbætur barna
MHB Rannsóknarleyfi 

Þá haf mörg TR eyðublöð verið uppfærð í samræmi við nýjar útgáfur þeirra af hálfu Sjúkratrygginga.
  
Við vinnum að því að bæta við fleiri eyðublöðum.  Séu ábendingar eða óskir um viðbótareyðublöð, ekki hika við að hafa samband.  

Nokkrir læknar hafa nýtt sér að hægt er að hafa forgerðar stofunótur sem þeir breyta síðan og bæta við til samræmis við komu sjúklings og fullyrða að af þessu hljótist mikill tímasparnaður og sparnaður í ritarakostnaði.  Sértu með hugmyndir eða tillögur að forgerðum stofunótum hvetjum við þig til að koma þeim til okkar. 

Við undirbúum nú skýrslugerð til Landlæknis f. síðasta ár og munum keyra út þær upplýsingar sem krafist er samkvæmt gildandi reglugerð þegar skýrslutólið er tilbúið og þið hafið sent okkur í tölvupósti beiðni þar að lútandi.  Í þessu samhengi er rétt að minna á þau atriði sem skylt er að skrá í hverri komu, en flest af þeim skrást sjálfvirkt en þau sem hér að neðan eru talin þurfa að skrást handvirkt:

Hver vísaði einstaklingi
Eftirfylgni
Greining (þegar við á, hver koma krefst ekki greiningar, þ.e. t.d. ekki hægt að setja greiningu fyrr en hún liggur fyrir)
Tilefni samskipta (einkennaskráning, ásætða komu)

Tvö fyrri atriðin skrást í stofunótuna í felliglugga sem ætti að vera til staðar í öllum stofnótusniðmátum.  Séu þau það ekki í þeim sniðmátum sem þú notar biðjum við þig að láta okkur vita svo við getum bætt þeim við.  Jafnframt ætti að vera til staðar auður reitur til skráningar á nafni tilvísandi læknis eða stofnunar.

Tvö síðari atriðin skrást í sjúkdómsgreingarmódúlinn þar sem bæði er að finna ICD 10 og ICPC skrárnar sem fletta má upp í.  R-flokka ICD10 og/eða ICPC skrána má nota til skráningar tilefnum samskipta, hvort sem sjúkdómsgreining (ICD10 númer önnur en R-númer) er gefin eður ei.  Hér fylgir með flýtiskrá fyrir ICPC sem hentugt er að prenta út í lit til að hafa á borðinu hjá sér og þannig flýta fyrir því að finna viðeignadi ICPC númer.  

 
Þá er rétt að skýra frá því að við höfum haft samband við LSH vegna  mögulegra tenginga við rannskóknarstofukerfi þeirra auk þess sem við bíðum leiðbeininga frá Svíþjóð hvernig hægt verði að tengjast rannsóknarstofunni í Domus.  Þá munum við undbúa í samráði við Rtg Domus tengingu úr Profdoc inn á myndskoðunarhugbúnað þeirra.

Sé áhugi fyrir frekari kennslu eða sýningu á kerfinu ertu endilega beðinn um að hafa samband. 
  
Kveðja, 
  
Starfsmenn Skræðu  

Recent Entries

Leiðbeiningar um lágmarksskráningu í PMO
Fyrirmæli Landlæknis um lágmarksskráningu á læknastofum Með staðfestingu heilbrigðisráðherra þann 7. ágúst 2008 á tilmælum landlæknis um lágmarksskráningu á heilsugæslustöðvum…
Ný útgáfa af PMO!
Um helgina fór fram uppfærsla á PMO sjúkraskrárkerfinu í útgáfu 2.1.  Þessi útgáfa felur í sér ýmsar nýjungar:Birting afsláttarflokka sjúklings…
PMO Fréttir
Ég vil benda á nokkrar nýlegar viðbætur og uppfærslur í PMO.   Nú er hægt að senda sjúklinga í tauga- og…