Rafræn Sjúkraskrá

PMO (Profdoc Medical Office) er rafrænt, 100% pappírslaust* samskipta-, verkferla- bókhalds- og sjúkraskrárkerfi til heilbrigðisþjónustureksturs. PMO er útbreiddasta sjúkraskrárkerfi á læknastöðvum og í heilsugæslu á Norðurlöndunum. Einnig er það notað af sjúkraþjálfunarstöðvum, í fyrirtækjaheilsugæslu, skólahjúkrun og hjúkrunarheimilum. PMO hefur innbyggt legudeildakerfi og flest annað sem þarf til skráningar og utanumhalds vegna inniliggjandi sjúklinga. Profdoc er eini framleiðandi kerfa fyrir sjúkrahús í heiminum sem sem hlotið hefur viðurkenningu og verðlaun á alþjóðavísu (The European Consumer and Workers' Union Organization Award: Mars 2005):

PMO býður upp á:

  • Rafræna lyfseðla*
  • Rafræn læknabréf*
  • Rafræn skil til Sjúkratrygginga Íslands
  • Rafrænar rannsóknarbeiðnir og rannsóknarniðurstöður*
  • SMS áminningar til sjúklinga
  • Skýrslugerð til Landlæknisembættisins
  • Möguleika á forgerðum nótum og skráningarformum

Auk þess að vera sjúkraskrárkerfi heldur PMO einnig utan um og veitir yfirlit yfir verkefni hvers notanda. 

Hægt er að tengjast kerfinu hvaðan sem er með dulkóðaðri tengingu í gegnum internetið. Með tengingum í gegnum Profdoc-link má samnýta PMO með nær hvaða öðrum rafrænum sjúkraskrár-, bókunar og rannsóknarstofuhugbúnaði sem er.

Nánari upplýsingar um Profdoc Medical Office er að finna hér:
PMO kerfislýsing

*háð því að viðkomandi samskiptaaðilar séu með rafræna móttöku og/eða sendingar (PMO eða annað kerfi sem getur sent eða tekið við rafrænum gögnum).